Mættir eru Bragi Guðmundsson, Sigurjón Hjaltason, Sigurjón Bjarnason, Borghildur Kristinssdóttir, Ragna Magnúsdóttir og Hulda Brynjólfsdóttir
Sigurjón B. setti fund og setti Huldu ritara.
Skólaráð tekur við af foreldraráði og er greitt fyrir setu í því.
- Skólalykill Laugalandsskóla; (bls. 4) farið yfir hvaða starf skólaráð hefur með höndum, hverjir skuli skipa ráðið, það eru skólastjóri, tveir fulltrúar foreldra og einn fulltrúi grenndarsamfélagsins. Fulltrúi nemenda hefur heimild til að sitja fund skólaráðs þegar fjallað er um velferðar- og hagsmunamál þeirra.
Sumardagurinn fyrsti verður með örlítið breyttu sniði en venjulega. Hátíðin færist fyrr að deginum og í stað kökuveislu verður grillveisla.
Farið yfir valgreinar í 8. 9. og 10. bekk og þar tæpt á nýjungum.
Samræmd könnunarpróf verða í íslensku, stærðfræði og ensku hér eftir að hausti jafnt í 10. bekk sem í 4. og 7. bekk. Fyrsta könnunarprófið mun þó fara fram í vor. Það mun ekki vera tekið sem mat inn í framhaldsskóla heldur til að meta stöðu nemenda að hausti fyrir kennara að vinna eftir.
Skóladagatal skoðað og farið yfir helstu dagsetningar.
Skólalykill samþykktur og metinn fullnægjandi. - Starfsmannahandbók yfirfarin. Í henni koma fram öll helstu atriði sem snúa að starfsmönnum.
Farið yfir trúnaðarreglur.
Farið yfir vinnu sjálfsmats, fram kom að fæði skólans verði tekið fyrir þennan veturinn, líðan nemenda og starfsfólks og aðbúnaður og kennsluhættir sömuleiðis. - Samningur um skólaakstur lá fyrir til samþykkis í vor og fóru umræður af stað í byrjun ágústs. Sigurjón fór yfir einstakar breytingar á samningnum. Fram kom að bílstjórar eru flestir óánægðir með launakjör sín og vilja hækkun. Nokkrar hækkanir verða við einstakar akstursaðstæður, en launaliður sjálfur var ekki samþykktur af sveitarfélögum til hækkunar. Samkomulag náðist við bílstjórana og munu allir sinna akstri áfram. Lýsti Sigurjón yfir ánægju með starf allra bílstjóranna. Gílstjórar við Laugalandsskóla semja til eins árs í senn.
- Í lok fundar bauð Sigurjón fundarmönnum að kíkja á nýja málmsmíðastofu í kjallara skólans.
fundi slitið
Hulda Brynjólfsdóttir