Bekkjartenglar Laugalandsskóla

Hlutverk bekkjartengla er að stuðla að auknu samstarfi foreldra, kennara og nemenda innan hvers árgangs. Stafrófsröð nemenda ræður því hverjir sinna tengslastörfum. Bekkjartenglar gegna þessu hlutverki yfir eina önn hvert skipti, þeir sjá um að skipueggja viðburði með bekknum og foreldrum þeirra í samráði við umsjónarkennara, t.d, bekkjarkvöld eða aðrar samverustundir.
Tenglar eru tengiliðir bekkjarins við foreldrafélag og aðstoða eftir þörfum við framkvæmd stærri viðburða, t.d. jólaföndur,öskudagsskemmtun, páskabingó, sumardaginn fyrsta og f.l.
Tenglar skulu gæta þess að hafa velferð nemenda, foreldra og kennara að leiðarljósi í bekkjarstarfinu og virða trúnað um persónulega hagi nemenda og foreldra.

Bekkjartenglar 2023-2024

Hér eru nokkrar hugmyndir af því sem hægt er að gera með nemendum.

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi
SKÓLAREGLUR