Foreldrafélag Laugalandsskóla var stofnað 13. september 2010 en markmið þess eru einkum að vera samstarfsvettvangur foreldra sem eiga börn í skólanum, stuðla að velferð nemenda, tryggja gott samstarf foreldra og starfsfólks skólans og styðja skólastarfið s.s. varðandi félagsmál eftir þörfum skólans (nemenda).
Hér má lesa lög félagsins
Fjáröflunardagur félagsins er sumardagurinn fyrsti. Tilhögun sumardagsins fyrsta er með þeim hætti að foreldrar og forráðamenn nemenda í 4. og 7. bekk sjá um að grilla pylsur. Foreldrar og forráðamenn 6. bekkjar sjá um hátíðardagskrá og aðstoð við hlaupa- og hjólreiðakeppni. Auk þess stendur félagið árlega fyrir bæði jólabingói og páskabingói í samvinnu við bekkjartengla hverju sinni.
Allir foreldrar og forráðamenn barna í skólanum eru sjálfkrafa meðlimir í félaginu og greiða árgjald í það skv. lögum félagsins.

Stjórn
Í stjórn foreldrafélagsins árið 2023-2024 sitja:
Sigríður Arndís Þórðardóttir, formaður
Lára Ólafsdóttir, gjaldkeri
Aðrir í stjórn eru:
Alexandra Lind Elínardóttir
Guðni Rúnar Karl Vilhjálmsson
Jóhanna Hlöðversdóttir
r er hægt að lesa fundargerð frá aðalfundi foreldrafélagsins sem haldinn var 4. Október 2023
Athugið að foreldrafélagið er með facebooksíðu sem heitir sama nafn og við hvetjum alla foreldra til að fylgjast vel með þar.

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi
SKÓLAREGLUR