Í skólanum eru ýmis tæki nýtt til að skima fyrir þáttum í þroska og námi nemenda sem geta haft áhrif á gengi þeirra og líðan í skóla. Mikilvægt er fyrir nemendur að gripið sé sem fyrst inn í þar sem þarf til að skólagangan verði farsæl. Þetta á jafnt við um líðan, heilsu og gengi í námi.
Reglulegar skimanir á lestrarfærni nemenda fara fram í skólanum. Nýlega gaf Menntamálastofnun út  Lesfimipróf fyrir 1. - 10. bekk og viðmið um árangur í þeim. Skólinn nýtir þessi próf til skimunar og eftirfylgni með lestrarþróun hjá nemendum. Að auki er lagt fyrir lesskilningsprófið Orðarún sem er fyrir nemendur 3. - 8. bekkjar.
Logos lesskimunarpróf er lagt fyrir þá nemendur sem eiga í erfiðleikum með lestur og er þetta greiningartæki sem leggur mat á hvort barn er með dyslexiu (lesblindu). Þetta próf er lagt fyrir börn í fyrsta lagi í 3. bekk og sendir Stoðþjónustuteymi inn tilvísun til Skólaþjónustu.

Hér má sjá yfirlit yfir skimanir

Heilsugæslan sinnir einnig þjónustu við skólabörn í gegnum skólahjúkrunarfræðing sem skimar fyrir ýmsum þáttum tengdum líkamlegri og andlegri heilsu skólabarna. Heimilislæknir er alltaf fyrsti kostur ef áhyggjur eru af heilsu barna og geta þeir vísað málum í réttan farveg ef þörf er á sérhæfðri þjónustu lækna.

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi
SKÓLAREGLUR