Stefnuyfirlýsing
Laugalandsskóli á að vera öruggur og uppbyggilegur vinnustaður. Daglegt líf og starf mótast af samvinnu, trausti og vellíðan í leik og starfi. Áhersla er lögð á að leysa þau mál sem upp koma á farsælan hátt.
Markmið
Markmið eineltisáætlunar Laugalandsskóla er að starfsfólk, börn/ungmenni og foreldrar verði meðvitaðri um einelti, þannig að þeir þekki einkennin, geti brugðist við þeim og viti hvert skal leita.
Aðgerðarteymi
Aðgerðateymi hefur umsjón með og sinnir faglegri forystu í eineltismálum innan skólans. Meðal hlutverka teymisins er að sjá til þess að upplýsingaflæði, innan skólans og milli skóla og heimilis, sé skilvirkt ef grunur leikur á að um einelti sé að ræða. Í aðgerðateymi eru:
Skólastjóri/deildarstjóri/aðstoðarskólastjóri
2 kennarar Aðgerðarteymi skólans starfar á ábyrgð skólastjórnenda. Aðgerðarteymið bregst við þegar tilkynnt er um mögulegan samskiptavanda eða einelti.  Unnið er með starfsfólki skólans og foreldrum eftir eðli mála hverju sinni.
Skilgreining á einelti:
Margir velta fyrir sér muninum á því hvenær um er að ræða stríðni og hvenær stríðni verður að einelti. Álitið er að stríðni verði að einelti þegar um endurtekna áreitni er að ræða og hegðunarmynstur þolandans breytist vegna hennar.
Einelti er langvarandi ofbeldi.  Einstaklingur er tekinn fyrir og píndur andlega eða líkamlega aftur og aftur af einum eða fleiri.  Fórnarlambið stendur höllum fæti gagnvart gerandanum/gerendunum.
Einelti birtist í mörgum myndum s.s.:

  • Líkamlegt: barsmíðar, spörk, hrindingar. Líkamlegir yfirburðir notaðir meðniðurbrjótandi hætti á einhvern hátt.
  • Munnlegt: uppnefni, raddblær, eftirhermur, niðrandi athugasemdir, endurtekin stríðni.
  • Skriflegt: krot og bréfasendingar eða skilaboð í gegnum samfélagsmiðla
  • Óbeint: baktal, útskúfun eða útilokun úr félagahópi, augngotur, svipbrigði, afskiptasemi og ráðríki.
  • Efnislegt: eigum barnsins stolið eða þær eyðilagðar...
  • Andlegt: þegar barnið er þvingað eða hvatt til að gera eitthvað sem stríðir gegn vilja þess. Ef samskipti valda vanlíðan eða óöryggi og verða niðurbrjótandi með einhverjum hætti.

Höfum hugfast:

  • Þolendur treysta sjaldan á að lausn felist í að stíga fram og gera viðvart. Þvert á móti óttast þeir að með því gæti ástandið versnar og varað lengur.
  • Ræðum við börnin um muninn á því að klaga og segja frá.
  • Með því að segja frá er hugsanlega verið að koma öðrum, sem líður illa, til aðstoðar.
  • Fylgjumst vel með tölvu- og símanotkun barnanna.

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi
SKÓLAREGLUR