24. mars 2009

Fundur í skólaráði 24. mars 2009

Mættir eru Sigurjón Bjarnason, Sigurjón Hjaltason, Grétar Guðmundsson, Bragi Guðmundsson, Kolbrún Sigþórsdóttir, Hulda Brynjólfsdóttir, Borghildur Kristinsdóttir og Ragna Magnúsdóttir.

  1. Farið yfir innra mat skólans. Sjáfsmatsskýrsla 2009 1. hluti var skoðuð, en þar er tekin fyrir könnun á fæði í mötuneyti skólans annars vegar og líðan nemenda og starfsfólks hins vegar.
    Tæpt var á helstu niðurstöðum.
    Fram kom að engra úrbóta er þörf hvað fæðið varðar, nema e.t.v. að birta matseðilinn og mun það verða gert.
    Eins kom könnun á líðan mjög vel út og þar sem þörf var á úrbótum var þegar búið að bregðast við og mun áfram vera fylgst með líðan þeirra sem að stofnuninni koma.
    Könnun á stjórnun hefur líka verið lögð fyrir og er verið að vinna úr niðurstöðum hennar. Tölulegar niðurstöður skoðaðar og þóttu þær koma vel út fyrir stjórnun skólans og skólann´i heild.
    Umræður spunnust um jákvætt viðhorf til skólans og fjölbreytni í valgreinum sem gleðja og auka áhuga nemenda.
  2. Starfsmannamál. Kolbrún Sigþórsdóttir hefur sótt um launað leyfi og fengið það og sömuleiðis hefur Eyrún Jónasdóttir sótt um launalaust leyfi á næsta ári.
    Jónella mun ekki koma til baka úr ársleyfi sínu og Sigurlaug hefur óskað eftir að minnka starfshlutfall sitt um 50%.
    Sigurjón telur vandalítið að ráða fólk í þessar stöður, enda eru fyrirspurnir um lausar stöður farnar að berast.
    Þær stöður sem auglýsa þarf verða auglýstar.
    Fyrirspurnir hafa jafnframt borist um komu nýrra nemenda til skólans.
  3. Umræður spunnust um ýmislegt sem tengist skólastarfinu og voru þær fróðlegar og áhugaverðar.

Fundi slitið
Hulda Brynjólfsdóttir

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi
SKÓLAREGLUR