14. janúar 2020

Lestrarhvetjandi bingó

Við brydduðum upp á þeirri nýjung í jólafríinu að nemendur fengu lestrarhvetjandi bingó með sér heim þar sem þau áttu að leysa ákveðin verkefni samhliða lestri. Verkefnin voru misjöfn og ekki þau sömu fyrir allan aldur. Rétt rúmlega 50% nemenda við skólann tóku þátt í þessu verkefni og í dag voru 2 þátttakendur úr hverjum aldursflokk dregnir úr pottinum og fengu að launum bókaverðlaun.

Í 7. – 10. bekk voru það Kristinn Mar Sigurðsson og Sveinn Skúli Jónsson sem voru dregnir út

í 4. – 6. bekk voru það Elísabet Líf Sigvaldadóttir og Viktor Logi Borgþórsson sem hlutu verðlaun

Í 1. – 3. bekk voru Aron Einar Ólafsson og Laura Louisa sem hnepptu hnossið

Það er ljóst að verkefni sem þetta ýtir undir yndislestur og eykur um leið lesfimi nemenda.

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi
SKÓLAREGLUR