29. janúar 2020

Listahátíð í Hvolsskóla

Nemendur úr 8., 9. og 10. bekk grunnskólanna hér í Rangárvallasýslu blönduðu geði á sameiginlegri listahátíð skólanna þriggja, Hvols-, Hellu- og Laugalandsskóla, sem var haldin í Hvolsskóla í gær.

Hátíðin hófst með dansæfingum þar sem allur hópurinn dansaði.

Í boði voru listasmiðjur, svo sem leiklist, ljósmyndun, matargerðarlist, myndbandagerð, myndlist, tónlist, og margt fleira. Hver nemandi valdi sér stöð út frá áhugasviði sínu.

Að listasmiðjum loknum sýndu nemendur úr hverjum skóla eigin atriði, sem þau höfðu æft að þessu tilefni. Fyrir okkar hönd fluttu Sunna Hlín Borgþórsdóttir og Herdís Björg Jóhannsdóttir lagið Snowflake Rag, þar sem Herdís spilaði á píanó og Sunna á saxafón.

Á heimleið var gott hljóð í nemendum okkar, sem þótti dagurinn bæði tilbreytingarríkur og skemmtilegur.

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi

SKÓLAREGLUR