14. mars 2020

Starfsdagur á mánudag, enginn skóli hjá nemendum

Tilkynning vegna skólastarfs !

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum þá hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga sem fela m.a. í sér að skólahald verður takmarkað tímabundið. Um er að ræða tímabilið frá 16. mars til 12. apríl. Markmið með takmörkun skólastarfs er að hægja eins og unnt er á útbreiðslu COVID-19.

Í öllum skólum Odda bs verður því starfsdagur á mánudaginn 16. mars. Þetta á við um Leikskólana á Laugalandi og Hellu, grunnskólana á Laugalandi og Hellu og Tónlistarskóla Rangæinga. Mánudaginn 16. mars munu stjórnendur og starfsmenn skólanna nýta til að skipuleggja skólastarfið í takti við þær skorður sem takmarkanirnar vegna COVID-19 setja hefðbundnu starfi skólanna og stofnana þeirra.

Skóladagheimili verður jafnframt lokað mánudaginn 16. mars. Fyrirkomulag skólastarfs næstu vikurnar verður vel kynnt þegar skipulag þess liggur fyrir.

Foreldrar/forráðamenn eru beðnir um að fylgjast með upplýsingum á heimasíðum skólanna og sveitarfélagsins, samfélagsmiðlum og tölvupósti um helgina.

Þar sem um fordæmalausar aðstæður er að ræða hafa foreldrar val um að halda börnum sínum heima. Það ber að tilkynna líkt og áður.

Allir eru beðnir um að kynna sér leiðbeiningar varðandi samkomubann og takmarkanir á skólastarfi sem kynntar hafa verið sem og almennar leiðbeiningar varðandi smitvarnir sem sjaldan eða aldrei hafa verið nauðsynlegri en nú.

Hér má lesa meira um umræddar aðgerðir stjórnvalda. 

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi
SKÓLAREGLUR