12. mars 2020

Viðbragðsáætlun skólans

Viðbragðsáætlun Laugalandsskóla vegna COVID-19

Sem kunnugt er hefur Ríkislögreglustjóri lýst yfir neyðarstigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni vegna kórónaveiru (COVID-19).

Laugalandsskóli  hefur uppfært sína viðbragðsáætlun sem er að finna hér á heimasíðu skólans. Þessi viðbragðsáætlun á að þjóna þeim tilgangi að vera stjórnendum skólans til stuðnings um það hvernig takast eigi á við afleiðingar neyðarástands sem kann að ógna lífi og heilsu almennings, umhverfi og/eða eignum.

Áætlun þessi gildir fyrir skólann. Ábyrgð á viðbragðsáætlun er á höndum skólastjóra

Viðbragðsáætlun þessi hefur þegar verið virkjuð og viðbragðsteymi skólans hefur tekið til starfa.

Hér er slóð á viðbragðsáætlun skólans.

Hér er slóð á viðbragðsáætlun sveitarfélagsins

Viðbragðsáætlun sveitarfélagsins

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi
SKÓLAREGLUR