22. maí 2020

Bréf um skólaslitin 28. maí

Kæru foreldrar og forráðamenn nemenda.

Nú styttist óðum í skólalok hjá okkur. Að loknum vorprófum, 25. maí, eru vordagurinn og umhverfisdagurinn eins og fram hefur komið í Stafnum.

Skólaslitin verða 28. maí. Með hliðsjón af tilmælum stjórnvalda um samkomur, verður tilhögun þeirra með eftirfarandi hætti:

Nemendur í 1. – 7. bekk mæta kl. 18:45 með foreldrum sínum. Hver bekkur heldur í sína stofu til umsjónarkennara.

1. bekkur í stofu 4 til Erlu Berglindar (inngangur yngri deildar).

2.- 3. bekkur í stofu 3 til Rögnu (inngangur yngri- deildar).

4.- 5. bekkur í stofu 1 til Bærings (inngangur eldri- deildar).

6. bekkur í stofu 5 til Jónasar (inngangur eldri- deildar).

7. bekkur í bókasafnið til Sóleyjar (inngangur í bókasafnið).

Nemendur í 8. -10. bekk koma ásamt foreldrum sínum kl. 19:00 í matsalinn, til Samúels og Sigurjóns. Inngangur er bæði uppi og niðri.

Vissulega eiga sumir foreldrar börn á tveimur eða jafnvel þremur stöðum. Við biðjum þá að skipta liði. Í þeim tilfellum þar sem eru börn á þremur stöðum, væri upplagt að fá kannski afa eða ömmu með, eða önnur náin skyldmenni.

Við byrjum aðeins seinna með 8. – 10. bekk, svo foreldrar nemenda þar og starfsfólk skólans geti komið í matsalinn og kvatt 10. bekk.

Með þessari tilhögun getum við boðið uppá skólaslit, þó með óhefðbundnu sniði sé. Um leið pössum við upp á 2ja metra regluna eins og mögulegt er.

Bestu kveðjur,

Stjórnendur

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi

SKÓLAREGLUR