29. maí 2020

Umhverfisdagur


Miðvikudaginn 27. maí var umhverfisdagur á Laugalandi. Nemendur í 5. – 10. bekk mættu og lögðu sitt af mörkum. Verkefnin voru af ýmsum toga, meðal annars að hreinsa beð og þrífa glugga. Nemendur unnu verkefnin í hópum undir stjórn starfsfólks og stóðu sig með stakri prýði. Eftir vel heppnaðan dag var haldið í hádegismat þar sem allir fengu grillaðar pylsur og djús. Eftir matinn fóru allir saddir og sælir heim.

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi
SKÓLAREGLUR