25. september 2020

Lesfimiprófum að ljúka

Þessa dagana eru nemendur að taka fyrsta lesfimi prófið af þremur sem lögð eru fyrir ár hvert. Um er að ræða staðlað próf fyrir nemendur í 1. – 10. bekk grunnskóla. Prófinu er ætlað að meta stöðu nemenda í nákvæmum raddlestri og framfarir innan árs og milli ára.

Góð lesfimi stuðlar að auknum lesskilningi þar sem hún gefur nemendum færi á að beina aukinni athygli að innihaldi textans. Ef nemandi nær ekki góðum tökum á lesfimi verður lestur ónákvæmur og tafsamur. Lesfimi er hæfileiki sem þarf að þjálfa og viðhalda eins og hverri annarri færni.

Gott er að hafa í huga að lestrarkennslan fer fram í skólanum en lestarþjálfunin fer fram á heimilinu í formi daglegs heimalestrar nemenda. Læsi er því samvinnuverkefni heimilis og skóla.

Gefum okkur því tíma í heimalesturinn og gefum þannig börnunum okkar gott veganesti út í lífið.

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi
SKÓLAREGLUR