30. október 2020

Foreldradagurinn

Foreldradagurinn sem var hjá okkur mánudaginn 26. október var með óhefðbundnu sniði. Allir kennara og foreldrar voru með andlitsgrímur til að verjast útbreiðslu Covid-19. Fyrir þá sem vildu var í boði að taka viðtalið í gegnum síma, en einungis örfáir nýttu sér það. Engin kaffisala var í ár hjá 9. bekk, en við getum huggað okkur við það að við fitnuðum alla vega ekki þann daginn.

Við þökkum öllum fyrir góðan dag.

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi
SKÓLAREGLUR