30. október 2020

Jól í skókassa

Margir nemendur Laugalandsskóla tóku þátt í verkefninu jól í skókassa í ár. Við erum ákaflega ánægð að sjá hversu margir nemendur og þá um leið foreldrar gátu séð sér fært að taka þátt í þetta sinn. Verkefni er alþjóðlegt verkefni sem felst í því að fá börn jafnt sem fullorðna til þess að gleðja önnur börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir. Hér fyrir neðan má sjá nemendur í 1.-6. bekk ásamt öllum gjöfunum sem eflaust munu ná að gleðja mörg börn.

Jól í skókassa

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi
SKÓLAREGLUR