12. janúar 2021

Skólahald í Laugalandsskóla í byrjun árs

Kæru foreldrar og forráðamenn.

Við hér í skólanum óskum ykkur gleðilegs nýs árs, með þökk fyrir gott samstarf á liðnum árum.  Skólahald hjá okkur nú í upphafi árs verður með venjubundnum hætti að öllu leyti. Við gætum áfram að sóttvörnum og pössum vel upp á allt hreinlæti.

Nemendur í 1.–10. bekk eru undanþegnir 2 metra nálægðartakmörkunum sem og grímuskyldu. Blöndun nemenda milli hópa er nú heimil bæði inni og úti.

Við verðum við óskum um að börn fari með öðrum skólabíl en sínum eigin, ef það er laust sæti og ef skólabílstjórar gefa leyfi.

Við biðjum foreldra og aðstandendur að koma ekki inn í skólabygginguna nema nauðsyn beri til og þá að nota andlitsgrímur.

B.kv. stjórnendur.

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi
SKÓLAREGLUR