Foreldrar/forráðamenn og nemendur voru boðaðir í viðtal til umsjónarkennara. Farið var yfir námsframvindu, hegðun og líðan nemenda. Mæting var mjög góð eins og venja er til hjá okkur. Foreldrar og kennarar notuðu grímur og kennarar sótthreinsuðu snertifleti milli viðtala. Því miður vorum við ekki með kaffisölu í ljósi aðstæðna.
Við þökkum fyrir ánægjulegan dag, það er nauðsynlegt að fara yfir stöðu nemenda og „samstilla strengi“ til að gera gott skólastarf enn betra.