21. apríl 2021

Síðasti vetrardagur

Síðasti vetrardagurinn.

Krakkarnir í 1. – 6. bekk brettu heldur betur upp ermar og tóku hendurnar úr vösum þegar þau gengu hringinn í kringum skólann og um alla skólalóðina að tína upp rusl sem hafði safnast í vetur. Þau voru hörku dugleg og innan skamms var komið fjall af ruslapokum. Einnig voru stéttir teknar fyrir og þær sópaðar af miklum krafti.  Að lokum fengu svo allir dugnaðarþjarkarnir svala og smávegis kræsingar í verðlaun fyrir vel unnið verk.

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi
SKÓLAREGLUR