6. apríl 2021

Skólahald eftir páska

Skólahald í Laugalandsskóla.

Skólastarfið  hjá okkur hefur gegnið mjög vel í vetur. Við höfum ekki þurft að stytta eða breyta neinu sem nemur í kennslunni hjá okkur í vetur í tengslum við Covid.

Skólahaldið nú eftir páska verður hefðbundið að því tilskildu að ekkert smit komi upp. Við gætum áfram að sóttvörnum og pössum vel upp á allt hreinlæti.

Við biðjum foreldra og aðstandendur að koma ekki inn í skólabygginguna nema nauðsyn beri til og þá að nota andlitsgrímur.

Við viljum þakka öllum í skólasamfélginu fyrir hvað vel hefur gengið í sóttvarnarmálum, það er grunnurinn að því að við getum haldið skólastarfinu óbreyttu. 

Sundkennsla. Það er orðið ljóst að sundkennsla verður eftir páska hjá öllum árgöngum. Við hvetjum foreldra til að huga að sundfötunum og er gerð krafa um sundboli og sundbuxur við hæfi hjá strákum. Einnig er gott að hafa sundgleraugu.

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi

SKÓLAREGLUR