16. nóvember 2021

Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu er í dag 16. nóvember, á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar. Í tilefni dagsins  stóðu kennarar Laugalandsskóla fyrir barnabóka maraþoni. Það fór fram þannig að þeir lásu upphátt úr eftirminnilegri bók frá bernskuárum sínum, bók sem hefur snert þá á einhvern hátt.


Nemendur gáfu gott hljóð og gáfu hverjum og einum kennara gott klapp eftir. Í dag var einnig „Afmælismatur“ sem féll vel í kramið hjá nemendum.

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi
SKÓLAREGLUR