1. nóvember 2021

Hrekkjavaka

Föstudaginn 29. október var skemmtilegt uppbrot á skólastarfinu þegar við héldum upp á Halloween. Nemendur voru búnir að skreyta stofurnar sínar og nemendur á mið og elsta stigi bættu um betur og bjuggu til einskonar völundarhús úr sínum skólastofum og buðu skóla systkinum að koma í skoðunarferð og upplifa ýmislegt hræðilegt. Flestir mættu í búningum og það var gaman að sjá hvað margir lögðu á sig til að ná fram ógnvekjandi útliti. Dagurinn endaði á skemmtidagskrá fyrir 1.-6. bekk sem nemendaráð stóð fyrir, á meðan fengu nemendur á elsta stigi tækifæri til að taka því rólega á meðan þau horfðu á hryllingsmynd.
Hér má sjá nokkrar myndir frá deginum og eins og sjá má lögðu kennarar sig einnig fram við að vera ógnvekjandi.

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi
SKÓLAREGLUR