25. nóvember, 2021

Textílmennt

Hún Björg okkar kennir af lífi og sál. Það er dásamlegt að sjá hvað nemendur eru alltaf ánægðir hjá henni í textílmennt og greinilegt er að þeim líður vel í þessum aðstæðum, Það er sama hvaða aldur um er að ræða – alltaf er boðið upp á skapandi og opin verkefni sem heilla hvern sem á horfir. Hér má sjá nemendur í 1. og 2. bekk með skemmtilega veggmynd sem þau gerðu á dögunum.
Eins og Björg segir sjálf – duglegir og frábærir nemendur – öll sem eitt.

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi

SKÓLAREGLUR