3. desember 2021

Föstudagsáskorun - nr 3

Í dag söng og spilaði 9.-10.bekkur á sviðinu í matsalnum lagið Gleðileg jól (frumsaminn texti) fyrir alla í skólanum. Því var vel tekið enda textinn bráðskemmtilegur og má sjá hann hér að neðan.

Í næstu viku fara svo 1.-2. bekkur á svið.

Ragna litlu börnin leikur við 
kennir þeim um heimsins lönd 
Harpa hjálpar þegar allt fer í fokk 
Jóhanna þeim réttir hjálparhönd 

Haldast hönd í hönd 
og ganga hér um gangana 
Erl´og Jónas saman tvö 
Sóley syndir og svamlar í ró 

En Grjóni hann fékk alveg nóg 
Hún Regúla á bókahöll 
Allir spakir því að Fjóla er massaströll 
En hvar hann Yngvi er? Það veit ei neinn 

Er hann kannski gamall jólasveinn 
Eldhús-skvísur færa okkur góðan mat 
Valborg þolinmóð og hlý 
Sigga buguð á drasli, hún því 
telur niður í frí 

Björg og Bertha hamra dönskuna í oss 
Ástþór stendur upp á stól 
Arna kallar og hlær hátt og dátt 
kallar gleðileg jól. 

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi
SKÓLAREGLUR