8. desember 2021

Jóladagatal Laugalandsskóla

Hann Bæring okkar Breiðfjörð hefur ásamt nemendum sínum í leiklistarvalinu búið til Jóladagatal Laugalandsskóla.  Á hverjum virkum degi horfa nemendur á einn þátt þar sem leikararnir fara á kostum. Bæring hefur einnig búið til verkefni sem tengjast þáttum og eru lögð fyrir nemendur á yngsta og miðstigi. Það er mikil tilhlökkun á hverjum degi meðal nemanda að fá að sjá hvað gerist næst enda söguþráðurinn æsispennandi.

Hér getið þið fylgst með dagatalinu en í dag horfðum við á þátt númer 6

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi
SKÓLAREGLUR