15. desember 2021

Jólaföndur

Það var mikið fjör í skólanum í gær, þriðjudag, þegar krakkarnir sóttu hinar ýmsu jólasmiðjur. Krökkunum var skipt niður í 7 hópa þvert á bekki og fóru þau á milli 7 stöðva. Í boði voru þrjár mismunandi jólaföndurstöðvar, jólapúsl, spil og borðtennis auk hins árlega laufabrauðsbaksturs. Í dag er það svo undirbúningur fyrir jólasýningu, jólamatur í hádeginu og horft á jólamynd. Á morgun er það svo jólasýningin sem börnin hafa unnið hörðum höndum að.

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi
SKÓLAREGLUR