17. desember 2021

Jólasýning

Við hér í Laugalandsskóla óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári, með þökk fyrir ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða.

Jólasýning krakkana var í gær og var alveg frábært að sjá krakkana sýna verk sín á sviðinu og komu þau sínum hlutverkum vel til skila. Þar sem ekki var hægt að bjóða foreldrum, forráðamönnum eða öðrum velunnurum skólans á sýninguna þetta árið þá má sjá hana í heild sinni hér fyrir neðan. Eins má sjá lokaþátt leiklistavalsins, Nýji kennarinn.

Nemendur eiga síðan að mæta samkvæmt stundatöflu þriðjudaginn 4. janúar 2022.

Hafið það sem allra besta yfir hátíðirnar.

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi
SKÓLAREGLUR