12. janúar 2022

Skólahald

Ákvörðun hefur verið tekin að skólastarf hefjist með eðlilegum hætti á morgun samkvæmt stundatöflu.

Fólk er beðið að hafa í huga:

  1. Skólastjórnendur hafa fullan skilning á því ef foreldra/forráðamenn kjósi að halda nemendum heima meðan óvissa er um áframhaldandi aðgerðir stjórnvalda.
  2. Ef nemandi sýnir einhver einkenni vinsamlegast haldi honum heima og æskilegt að farið verði með viðkomandi í sýnatöku.
  3. Foreldrum/forráðamönnum er bent á að muna að tilkynna öll forföll til skólans.
  4. Einnig viljum við minna á mikilvægi persónulegar sóttvarna.

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi
SKÓLAREGLUR