24. febrúar 2022

Samræmd próf verða ekki lögð fyrir

Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur ákveðið að ekki verða samræmd próf lögð fyrir á þessu skólaári.

,,Starfshópur um framtíðarstefnu um samræmt námsmat lagði til að samræmd könnunarpróf yrðu felld niður í núverandi mynd þar sem þau henti ekki sem mælikvarði á stöðu nemenda og skólakerfisins í heild. Prófin hafa ekki verið tengd innritun í framhaldsskóla í nokkur ár og eru ekki talin hafa verið nýtt sem skyldi til umbóta. Vægi þeirra hefur því minnkað töluvert. Þar að auki eru vísbendingar um að samræmd könnunarpróf nái ekki að prófa nemendur í ýmsum lykilþáttum aðalnámskrár grunnskóla.

Mennta- og barnamálaráðuneytið gerir ráð fyrir að í vor liggi fyrir útfærsla á fyrirkomulagi samræmds námsmats til framtíðar og að samráð um þróun Matsferils haldi áfram með hagsmunaaðilum."

Upplýsingar fengnar af vef Stjórnarráðs Íslands og má lesa meira um það á vefslóðinni hér fyrir neðan.

https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2022/02/22/Samraemd-konnunarprof-ekki-logd-fyrir/

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi
SKÓLAREGLUR