9. febrúar 2022

Skólamet í snjóboltagerð

Krakkarnir í 1. og 2. bekk eru í útistærðfræði á miðvikudögum. Miðvikudaginn 9. febrúar settu þau mögulega skólamet í snjóboltagerð þar sem duglegur hópur innan bekkjanna bjó til hvorki meira né minna en 301 snjóbolta á mettíma. Annar hópur fór svo í kastkeppni þar sem þau reyndu að hitta snjóboltum í hringi sem gáfu mismunandi stig. Verkefnið tengist vel inn í markmiðin sem unnið er að í þessum bekkjum t.a.m. talningu, skilningi á tugakerfinu og samlagningu.

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi
SKÓLAREGLUR