8. apríl 2022

Páskafrí

Það voru glaðleg börn sem hlupu frá okkur í dag í fallegu vorveðri á leið í kærkomið páskaleyfi. Við hlökkum til að sjá þau aftur miðvikudaginn 20. apríl þegar að kennsla hefst samkvæmt stundatöflu.

Síðustu vikur höfum við fengið smjöþef af vorinu og nýtt tækifærið til að vera mikið úti við í kennslu og leik og fylgja hér með nokkrar myndir af því sem sýna stemmningu sem var hjá nemendum í 1.-6. bekk í dag.

Við óskum þess að þið eigið gleðilega páska.

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi
SKÓLAREGLUR