22. apríl 2022

Skólahreysti 2022

Laugalandsskóli mætir til leiks með lið í Skólahreysti þetta árið en keppnin hefur verið haldin árlega frá árinu 2005 og má með sanni segja að það ríki mikil tilhlökkun meðal krakkanna að fá að taka þátt í þessari skemmtilegu keppni.

Keppt verður í þeirra riðli fimmtudaginn 28. apríl og stendur til boða fyrir alla nemendur í 8.-10. bekk að fara með og hvetja liðið okkar til dáða. Fer hópurinn saman með rútu frá Laugalandi um kl. 14:30 en keppnin hefst kl. 17:00 og stendur til 18:00. Liðið okkar er með Turkísbláan þemalit sem gaman væri að hafa sýnilegan í stúkunni.

Keppnin verður einnig sýnd í beinni útsendingu á RÚV þannig við hvetjum alla til að fylgjast með okkar krökkum.

Keppendur að þessu sinni eru:

  • Vikar Reyr Víðisson, upphífingar og dýfur.
  • Esja Nönnudóttir, armbeygjur og hreystigreip.
  • Sumarliði Erlendsson og Svanborg Jónsdóttir, hraðaþraut.
  • Steindór Orri Þorbergsson og Sylvía Sif Sigurðardóttir, varamenn.

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi
SKÓLAREGLUR