Síðastliðin miðvikudag var haldin upplestrarkeppni hjá nemendum í 7. bekk þar sem valdir voru einstaklingar til að keppa fyrir hönd skólans á lokahátíð Raddarinnar. Lokahátiðin verður haldin á Kirkjubæjarklaustri 28. apríl næstkomandi. Þangað mæta fulltrúar grunnskólanna í Rangárvallarsýslu, Vestur-Skaftafellssýslu og Vestmannaeyjum, eða fulltrúar úr 7 grunnskólum.
Fyrir hönd Lauglandsskóla voru valin þau Helga Fjóla Erlendssdóttir, Elísabet Líf Sigvaldadóttir og Jökull Ernir Steinarsson sem varamaður. Til hamingju með það krakkar sem og þið öll sem tókuð þátt.