27. apríl 2022

Upplestrarkeppni í 7.bekk

Síðastliðin miðvikudag var haldin upplestrarkeppni hjá nemendum í 7. bekk þar sem valdir voru einstaklingar til að keppa fyrir hönd skólans á lokahátíð Raddarinnar. Lokahátiðin verður haldin á Kirkjubæjarklaustri 28. apríl næstkomandi. Þangað mæta fulltrúar grunnskólanna í Rangárvallarsýslu, Vestur-Skaftafellssýslu og Vestmannaeyjum, eða fulltrúar úr 7 grunnskólum.

Fyrir hönd Lauglandsskóla voru valin þau Helga Fjóla Erlendssdóttir, Elísabet Líf Sigvaldadóttir og Jökull Ernir Steinarsson sem varamaður. Til hamingju með það krakkar sem og þið öll sem tókuð þátt.

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi
SKÓLAREGLUR