4. maí 2022

Æfingar fyrir Ronju eru byrjaðar

Eins og áður hefur komið fram ætla nemendur Laugalandsskóla að setja upp söngleikinn með Ronju Ræningjadóttur og standa nú æfingar yfir á fullu samhliða hefðbundnu námi. Árshátíðin sjálf er svo fimmtudaginn 12. maí næstkomandi kl. 17:00 í íþróttahúsinu á Laugalandi þar sem foreldrar og aðrir gestir verða boðnir velkomnir.

Næsta vika verður því með smá breyttu sniði, þemadagar í bland við æfingar. Hér er gróft plan en nánari dagskrá hvað það varðar kemur síðar.

  • Venjulegur skóladagur með uppbroti
  • Þriðjudagur: Þemadagur - Undirbúningur fyrir árshátíð
  • Miðvikudagur: Generalprufa fyrir leikskólann - Þemadagur
  • Fimmtudagur: Sýning um morguninn fyrir nemendur í Grunnskólanum á Hellu. Árshátíð kl. 17:00.

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi
SKÓLAREGLUR