26. ágúst 2022

Skólasetning

Skóli var settur þriðjudaginn 23. ágúst í samkomusal skólans. Það var ánægjulegt að sjá hvað það voru margir foreldrar sem mættu með börnum sínum. Kennarar tóku svo á móti nemendum sínum í kennslustofum. Seinustu daga höfum við lagt námslegar kröfur til hliðar og einbeitt okkur að að kynnast hvort öðru, byrja á vinnu við að móta bekkjarbrag og hópefli.
Við hlökkum til samstarfs og göngum bjartsýn inn í þetta skólaár og fögnum nýjum andlitum í nemendahópnum sem og kennarahópnum.

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi
SKÓLAREGLUR