3. nóvember 2022

Hrekkjavaka í Laugalandsskóla

Mánudaginn síðastliðinn, þann 31. október, var haldið upp á hrekkjavöku í Laugalandsskóla. Nemendur og starfsfólk mættu fjölbreyttum, en yfirleitt ógnvekjandi, búningum. Nemendur í 5. - 10. bekk höfðu búið til draugahús á sameiginlegum gangi allra deilda. Yngri nemendum og elstu leikskólabörnunum var boðið að að fara í gegnum draugahúsið og voru ansi margir hugrakkir krakkar sem prófuðu. Nemendaráðið stóð svo fyrir balli eftir hádegið þar sem var dansað, farið var í leiki og opnuð sjoppa á staðnum . Veitt voru verðlaun fyrir búninga en verðlaunahafar voru sem hér segir: 

Besti búningurinn í 1. og 2. bekk: Róbert Máni  

Mest ógnvekjandi búningurinn í 1. og 2. bekk: Magnús Helgi  

Besti búningurinn í 3. og 4. bekk: Ingibjörg Eva  

Mest ógnvekjandi búningurinn í 3. og 4. bekk: Guðmundur Ólafur  

Besti búningurinn í 5. og 6. bekk: Ævar Leví  

Mest ógnvekjandi búningurinn í 5. og 6. bekk: Laura 

Hér má sjá nokkrar myndir frá þessum skemmtilega viðburði. 

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi
SKÓLAREGLUR