28. nóvember 2022

Þemavika nemendafélagsins

Nemendafélagið hefur skipulagt þemaviku fyrir dagana 28. nóvember - 2. desember. Hugmyndin er sú að krakkarnir (og starfsfólk) mæti samkvæmt ákveðnu þema á hverjum degi. Í dag, mánudag, var skinku/goon þema og voru mjög margir ansi vígalegir í tauinu.
Þema næstu daga eru eftirfarandi:

Þriðjudagur = Starfsheitadagur
Miðvikudagur = 90's dagur
Fimmtudag = jólafata þema, þar sem þá er 1. desember
Föstudagur = Fancy Friday

Látum fylgja með nokkrar myndir frá unglingadeildinni.

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi
SKÓLAREGLUR