20. desember 2022

Jólafrí hefst - jólasýningu frestað og bókasafn lokað

Í dag lauk skólanum og nemendur eru því komnir í jólafrí. Bókasafnið lokar jafnframt í dag og opnar aftur þegar nemendur mæta í hús þann 3. janúar. Þann dag hefst skóli samkvæmt stundatöflu kl. 08:30.

Vegna veðurs urðum við að fresta jólasýningunni okkar en fyrirhugað er að sýninginn verði á þrettándanum 6. janúar strax eftir hádegi en nánari tímaseting kemur síðar.

Starfsfólk skólans óskar nemendum og fjölskyldum þeirra allra gleðilegrar hátíðar.

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi
SKÓLAREGLUR