24. janúar 2023

Frístundastyrkur Rangárþings Ytra

Rangárþing ytra tók upp frístundastyrk um áramót, 50.000 kr á hvert barn á aldrinum 6-16 ára (á árinu), af því tilefni var tekið saman yfirlit um allar þær íþróttir sem í boði eru og má með sanni segja að það sé ansi fjölbreytt frístundastarf í sveitarfélaginu.

Við hvetum foreldra til þess að kynna sér það starf sem í boði er og nýta frístundastyrkinn.

Yfirlitið má nálgast hér: https://www.ry.is/is/frettir/fristundastyrkur

Ef einhverjar spurningar vakna þá er hægt að hafa samband við Ragnar Jóhannsson heilsu-, íþrótta- og tómstundafulltrúa á netfanginu ragnar@ry.is .

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi
SKÓLAREGLUR