20. janúar 2023

Þorrablót Laugalandsskóla

Í hádeginu í dag fögnuðum við bóndadeginum með okkar árlega þorrablóti. Þá komu nemendur og starfsmenn saman í matsalnum, gæddu sér á dýrindis þorramat og sungu nokkur lög saman. Einnig voru tilkynnt úrslit úr vísubotnakeppninni, en nemendur og starfsfólk spreyttu sig í vikunni á að semja vísubotna í tilefni af upphafi þorrans. Margir góðir botnar skiluðu sér inn og var gaman að sjá hvað krakkarnir skemmtu sér vel við að semja. Veitt voru verðlaun fyrir besta botninn á yngsta, mið- og elsta stigi, fyndnasta botninn og loks Þorraþrælinn, besta botninn yfir allan skólann. Einnig var ákveðið að efna í fyrsta skipti til samkeppni milli starfsfólks skólans og var nýr verðlaunagripur, Hákarlinn, veittur fyrir besta botninn í þeim flokki. Hér fyrir neðan má sjá botnana sem urðu fyrir valinu sem bestu botnarnir.

Þetta var notaleg stund sem við áttum saman, Gísella Hannesdóttir stuðningsfulltrúi spilaði undir hjá okkur á píanó og krakkarnir tóku vel undir eins og hér má sjá, við sungum Þorraþræl, Krummavísur og fl. og svo auðvitað eftirlætis lag strákana á elsta stigi -Rósina.

Hér að neðan má sjá fleiri myndir.

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi
SKÓLAREGLUR