Nemendur í 9. og 10. bekk fóru á Flúðir í gær, mánudag, og fengu að sjá leiksýninguna „Góðan daginn faggi“. Leikverkið er eftir þau Bjarna Snæbjörnsson, Grétu Kristínu Ómarsdóttur og Axel Inga Árnason. Um er að ræða sjálfsævisögulegan heimildasöngleik þar sem Bjarni segir frá reynslu sinni sem samkynhneigður maður á Íslandi og ferlinu við að að koma út úr skápnum og vera sáttur við sjálfan sig í leiðinni.
Í lok leikritsins fórum við á veitingastaðinn Mika og snæddum dýrindis pizzur. Krakkarnir, sem og starfsfólk, eru í skýjunum yfir deginum sem heppnaðist vel í alla staði.