2. febrúar 2023

Hávaðaskrúðganga

Lestrarkennsla 1. bekk gengur vel, krakkarnir hafa fengið fjölbreytt verkefni til að takast á við í náminu enda fara fyrir hópnum miklir snillingar, þær Ragna Magnúsdóttir sem er ansi reynd í bransanum og Harpa Rún Jóhannsdóttir sem stundar kennaranám um þessar mundir frá HA.  Ragna situr nú námskeið í Byrjendalæsi og blandar hún saman lestrarkennslu aðferðum á skemmtilegan hátt. Krakkarnir sýndu miklar framfarir í ný afstöðnum Lesfimi prófum og foreldrar standa sig vel sem lestrarþjálfarar. Nemendur í 2. bekk njóta góðs af þar sem þau græða á innlögnum í 1. bekk og styrkir það þau enn betur í að ná góðri lesfimi.
Í gær var mikill hátíðisdagur þar sem innlögn allra bókstafa er lokið, í tilefni af því var blásið til veislu, boðið var upp á popp og djús og farið í Hávaðaskrúðgöngu um skólann.
Þetta er skemmtileg hefð sem er vonandi komin til að vera hjá okkur, nemendurnir sjálfir sem og skólafélagar höfðu ákaflega gaman af þessu uppátæki eins og sjá má á meðfylgjandi myndu

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi
SKÓLAREGLUR