15. febrúar 2023

Lærðu betur 2023

Á mánudaginn fóru úrslitin fram í spurningakeppni Nemendafélags Laugalandsskóla – Lærðu betur! Þrjú lið öttu kappi, en það voru Geiturnar, Apríkósurnar og Pardusarnir. Lið Geitanna skipuðu þeir Dagur, Kristinn Már, Sveinn Bjarki og Víkingur Almar. Í liði Apríkósanna voru þau Anna Ísey, Sigrún og Viktor Logi. Lið Pardusanna skipuðu þau Ellen Elsí, Örn Vikar, Elísabet Líf og Ólöf Bára. Það er skemmst frá því að segja að eftir harða og drengilega keppni voru það Apríkósurnar sem stóðu uppi sem sigurvegarar. Við þökkum öllum keppendum fyrir æsispennandi keppni. Hver veit nema hér hafi skapast ný hefð sem komin er til að vera hjá okkur í Laugalandsskóla.

Hér má sjá sigurvegara Lærðu betur 2023. Liðið Apríkósurnar sem saman stendur af Viktori Loga, Önnu Ísey og Sigrúnu.

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi
SKÓLAREGLUR