10. febrúar 2023

Leikið í snjónum

Það má alveg kvarta yfir veðurfari undanfarinna vikna en við höfum aldeilis séð tækifæri í því. Krakkarnir í skólanum hafa nýtt þennan snjó afar vel í leik sínum eins og myndirnar sem fylgja þessum orðum sýna. 1.-2. bekkur var t.d með sleðadag í þessari viku og héldu því í hefðina og fóru að renna í Olgeirsbrekku. Eldri börnin hafa einnig notið þess að hafa þennan snjó og ófáir snjókarlar hafa risið á skólalóðinni, snjóstríð eru daglegt brauð og nokkrir hugrakkir drengir báðu um að fá lánaðar skóflur þar sem þeir voru farnir að sakna þess að geta spilað fótbolta. Það fylgir ekki sögunni hvort þeim hafi tekist ætlunarverk sitt áður en það fór að rigna:)

Við verðum aðeins að bíða með að skipuleggja skíðaferð í Bláfjöll þar sem er rigning í kortunum. Við erum þó bjartsýn um að fara slíka ferð og verður það auglýst síðar.

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi
SKÓLAREGLUR