17. febrúar 2023

Listahátíð í Laugalandsskóla

Fimmtudaginn, 17. febrúar, var haldin listahátíð unglinga í Rangárþingi. Hátíðin er haldin fyrir nemendur í 8. - 10. bekk , en 7. bekkur Laugalandsskóla fékk einnig að taka þátt. Ásamt nemendum í Laugalandsskóla komu krakkar frá Grunnskólanum á Hellu og Hvolsskóla auk starfsfólks. Boðið var upp á fjölbreyttar stöðvar og voru það ljósmyndun, krumpuplast, skák, hugleiðsla, leiklist, tónlists og dans. Hver nemandi fór á tvær stöðvar og í lok dags var boðið upp á hressingu og skemmtun. Hver skóli var með skemmtiatriði og fyrir Laugalands var það Karlakór Laugalandsskóla og stóðu þeir sig með prýði þegar þeir fluttu Rósina.  Dagurinn heppnaðist með eindæmum vel og við þökkum öllum kærlega fyrir þátttökuna. 

Myndir frá hátíðinni má finna hér.

Hér er svo myndband af flutningi karlakórsins, þetta eru rosalega flottir strákar sem við eigum.

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi
SKÓLAREGLUR