3. febrúar 2023

Spurningakeppni Laugalandsskóla

Nemendafélag Laugalandsskóla sendur fyrir spurningakeppninni „Lærðu betur“ fyrir elsta stig alla föstudaga út þessa önn. Nemendur keppa í þriggja manna liðum, þrjú lið keppa hverju sinni og eitt lið kemst áfram úr hverjum riðli í úrslitakeppni, sem verður haldinn seinasta föstudag á önninni. Síðastliðinn föstudag unnu „Bleiku pardusarnir“ í sínum riðli en það voru þau Ellen Elsí, Örn Vikar, Elísabet Líf og Ólöf Bára . Í dag voru það Apríkósurnar sem sigruðu, Sigrún Ísleifsdóttir, Anna Ísey og Viktor Logi . Í hverri keppni fá liðin sex spurningar í sex mismunandi flokkum sem Steinunn Björg og Bæring Jón semja. Bæring er spyrill, Steinunn er dómari og Sylvía Sif er stigavörður. Spurningakeppnin hefur vakið mikla lukku meðal nemenda og spenna ríkir í loftinu. Það verður gaman að sjá hvaða lið stendur uppi sem Gáfnaljósin 2023

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi
SKÓLAREGLUR