29. mars 2023

Árshátíð Laugalandsskóla 2023

Við búum við að því í Laugalandsskóla að eiga kennara sem veigra ekki fyrir sér að setja upp hvert meistara stykkið á fætur öðru hvort sem það er í tengslum við Árshátíð eða Jólaleikrit. Það er mikil vinna á bak við árshátíð sem þessa en það er svo sannarlega þess virði þegar við sjáum nemendur njóta sín og blómstra á sviði. Með leikrænni tjáningu vinna nemendur með hugmyndaflug, tjáningu og einbeitingu, þeir fást við persónusköpun og læra að setja sig í spor annarra. Og mikið mega nemendur vera stoltir af sjálfum sér.


Það er gaman að geta nýtt tækifæri sem þetta til að bjóða foreldrum að koma í skólann og við sáum stolt skína úr hverju andliti. Nemendur á elsta stigi hafa lagt mikla vinnu í að setja upp sviðsmynd, sjá um hljóð og lýsingu og bera húsgögn á milli rýma svo hægt sé að koma öllum fyrir. Við þökkum ykkur kærlega fyrir komuna, það var gaman að sjá hversu vel var mætt. Nemendur í 10. bekk buðu svo upp á súpu og brauð í íþróttasal skólans að sýningu lokinni.


Hér að neðan eru myndir sem sýna nemendur í förðunarvali að störfum við að koma öllum í viðeigandi gervi. Hún Björg okkar er ómetanleg þegar kemur að aðstoð við búningagerð og kunnum við henni miklar þakkir fyrir. Þessar myndir eru teknar á generalprufu sem haldinn var í gær morgun og nemendur leikskólanns voru meðal áhorfenda. Þeir stóðu sig með mikilli prýði og sátu agndofa yfir þessari sýningu,

Bráðleg verður myndband af sýningunni sett á Youtube rás Laugalandsskóla.  

 

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi
SKÓLAREGLUR