15. mars 2023

Fróðleiksfúsir kennarar

6 kennarar frá Laugalandsskóla hafa í vetur setið KVAN námskeið sem ætlað er til að styrkja þá í vinnu með með hópa og einstaklinga í samskipta- og félagslegum vanda. Við viljum reyna að koma fyrir félagslegan vanda með því að skima fyrir félagslegum erfiðleikum og grípa inn í eins fljótt og auðið er. Okkur þótti þetta námskeið frábært og það kenndi okkur árangursríkar leiðir til að hjálpa einstaklingum en einnig til að vinna með bekkjarhópa þar sem það er ekki alltaf nóg að vinna með einstaklinga. Það eru mörg tækifæri sem liggja í þessum verkfærum sem við höfum nú og það verður spennandi að sjá þessa vinnu fara af stað í lok námskeiðs.
Það skemmdi ekki fyrir að við vorum í hóp kennara frá Helluskóla og höfðum einstaklega skemmtilegan kennara hana Önnu Steinssen sem glæddi námsefnið lífi og gerði það áhugavert.

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi
SKÓLAREGLUR