Sameiginleg árshátíð 7. til 10. bekkja grunnskólanna í Rangárþingi og Vestur-Skaftafellssýslu var haldin í gærkveldi. Skemmtunin, sem er árviss viðburður í félagslífi nemenda, var að þessu sinni í umsjón Hvolsskóla og haldin í félagsheimilinu Hvoli. Nemendur voru með skemmtiatriði og voru sér og sínum til mikilla sóma. Dansað var við undirleik hjómsveitarinnar Koppafeiti sem hélt upp miklu stuði fram eftir kvöldi.