31. mars 2023

Sameiginleg árshátíð

Sameiginleg árshátíð 7. til 10. bekkja grunnskólanna í Rangárþingi og Vestur-Skaftafellssýslu var haldin í gærkveldi. Skemmtunin, sem er árviss viðburður í félagslífi nemenda, var að þessu sinni í umsjón Hvolsskóla og haldin í félagsheimilinu Hvoli. Nemendur voru með skemmtiatriði og voru sér og sínum til mikilla sóma. Dansað var við undirleik hjómsveitarinnar Koppafeiti sem hélt upp miklu stuði fram eftir kvöldi.

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi
SKÓLAREGLUR